Opið Snjóflóðafræðslukvöld 8. janúar

Snjóflóðasamtök Íslands og Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi bjóða upp á frábæra dagskrá í Tónabíó, kl. 19:30 þann 8.janúar.
Dagskrá kvöldsins lítur svona út:
    1. Fulltrúar stjórnar SNÍS kynna starfið og dagskrá vetrarins, þar á meðal landshlutaviðburði á skíðasvæðum landsins.
    2. Fjallaleiðsögumaðurinn Jón Heiðar Andrésson ræðir undirbúning og ákvarðanatöku í snjóflóðaumhverfi.
    3. Frá Veðurstofunni mæta Haukur Hauksson og Óliver Hilmarsson kynna nýjan vef Veðurstofunnar, snjóflóðaspár og nýjar snjóflóðasíður.
    4. Skíðabíó frá Noregi með snjóflóðaívafi í boði RAB.
    5. Loks Happdrætti með mögnuðum vinningum!
Í hléum verða kynningarbásar með búnaði og námskeiðum en hægt verður að skrá sig á snjóflóðanámskeið fyrir veturinn.
Sjáumst á fimmtudaginn!