Nýstofnuð Snjóflóðasamtök Íslands bjóða til málþings um snjóflóð! Nú fer að líða að vetri og ekki seinna vænna en að leiða hugann að þessu mikilvæga málefni sem snertir okkur öll.
Stofnun Snjóflóðasamtaka Íslands
Á Íslandi glímir ótrúlega fjölbreyttur hópur við snjóflóð. M.a. arkitektar og verkfræðingar í sambandi við mannvirkjagerð, hættumatssérfræðingar og starfsfólk sveitafélaga við skipulagsgerð. Sérfræðingar á snjóflóðavakt, snjóathugunarmenn, starfsfólk almannavarna og lögreglu. Leiðsögumenn í vetrarferðum hvort sem það er á skíðum, vélsleðum, þyrlum, snjótroðurum eða tveimur jafnfljótum. Starfsfólk skíðasvæða, snjóruðningsfólk, björgunarsveitarfólk, aðgerðarstjórnendur, þjálfarar snjóflóðahunda. Og svo lengi mætti telja. Continue reading “Stofnun Snjóflóðasamtaka Íslands”

