LÖG SNJÓFLÓÐASAMTAKA ÍSLANDS
Lög þessi voru samþykkt 2. nóvember 2023 og taka strax gildi.
- grein Heiti og lögheimili
Félagið heitir Snjóflóðasamtök Íslands (SNÍS). Á ensku heitir félagið Icelandic Avalanche Association. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
- grein Markmið
Markmið félagsins eru að
- efla samstarf aðila sem koma að snjóflóðamálum á Íslandi
- skapa vettvang fyrir sérfræðinga í snjóflóðafræðum, rannsóknum, forvörnum og viðbragði, til að deila þekkingu og upplýsingum sín á milli og til almennings
- auka þekkingu fagaðila og almennings um snjóflóð og stuðla að framþróun
- halda fræðandi viðburði opna almenningi og eina ráðstefnu ár hvert
- grein Aðild
3.1. Tegundir aðildar
Snjóflóðasamtök Íslands eru með eftirfarandi tegundir aðildar:
- Almenna félaga
2. Stuðningsfélaga
3. Námsfélaga
Sækja þarf um aðild og tekur stjórn afstöðu til umsókna, þ.e. samþykkir eða hafnar. Einungis almennir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi og geta gegnt stjórnarstörfum.
3.2. Almennir félagar
Einstaklingar sem starfa við snjóflóðatengd málefni, s.s. forvarnir, rannsóknir, vöktun, eftirlit, viðbrögð eða leiðsögn, í launuðu starfi eða sjálfboðastarfi, og uppfylla eitthvað af eftirfarandi geta verið almennir félagar:
- Starfa að staðaldri við snjóflóðatengd mál.
- Starfa við snjóflóðatengd mál að minnsta kosti 5 daga á ári og hafa lokið að minnsta kosti 5 daga snjóflóðanámskeiði.
- Önnur viðeigandi reynsla/hlutverk. Hér er þörf á frekari rökstuðningi af hverju viðkomandi á erindi í félagið.
3.3. Stuðningsfélagar
Stofnanir, fyrirtæki, samtök eða einstaklingar sem vilja styðja starfsemi snjóflóðasamtakanna, fjárhagslega eða á annan hátt, geta verið stuðningsfélagar. Stuðningsfélagar hafa engar skyldur eða réttindi (svo sem atkvæðisrétt) nema það að styðja starfið á þann hátt sem um er samið.
3.4. Námsfélagi
Námsfélagar geta þau verið sem vinna að bakkalár-, meistararitgerð eða öðru stóru nemendaverkefni sem tengist snjóflóðum. Nemendaaðild er ókeypis en veitir ekki atkvæðisrétt á aðalfundi.
3.5. Brottrekstrarákvæði
Stjórn getur vikið félaga úr samtökunum, tímabundið eða fyrir fullt og allt, fyrir þessar sakir:
- Einelti, ofbeldi eða áreitni.
- Spillir orðspori félagsins, með framferði sínu innan eða utan félagsstarfsins.
- Vinnur gegn markmiðum félagsins.
- Borgar ekki árgjald 2 ár í röð
- grein Skyldur félaga
Félagsfólk skal tjá sig á faglegum og hlutlægum grundvelli, vinna í samræmi við markmið félagsins og bera virðingu hvert fyrir öðru.
- grein Skipulag
Stjórn félagsins skipa 5 aðalmenn, þ.e. formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi, auk 2 varamanna. Formaður skal kosinn sérstaklega til 1 árs í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til 2 ára í senn og ganga tveir þeirra úr stjórn ár hvert, en endurkjör er heimilt. Það sama gildir um varamenn. Stjórn skal kosin skriflega ef fleiri eru í kjöri en kjósa á. Stjórn skiptir með sér verkum og skipar í ráð og nefndir eftir þörfum. Með prókúru félagsins fara gjaldkeri og formaður.
Kosnir skulu tveir skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn. Reikningsár félagsins er frá 1. september – 30. ágúst.
- grein Stjórnarfundir
Stjórnarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði á tímabilinu frá 1. september til 31. maí og ennfremur ef þrír aðalstjórnarmenn óska þess. Varamenn skal að jafnaði boða á stjórnarfundi. Stjórnarfundur er löglegur ef þrír aðalmenn sitja hann, enda hafi allir aðalmenn verið boðaðir. Á lögmætum stjórnarfundi ræður afl atkvæða um þær ákvarðanir sem teknar eru. Falli atkvæði jafnt skal atkvæði formanns ráða.
- grein Aðalfundur
Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal haldinn á tímabilinu 1. október – 15. nóvember ár hvert. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir almennu félagar sem greitt hafa árgjald liðins árs. Enginn getur falið öðrum að fara með atkvæði sitt á aðalfundi. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum nema annað sé tekið fram í lögum. Aðalfundur skal boðaður með dagskrá sem send er rafrænt á skráða félaga að minnsta kosti 10 almanaksdögum fyrir aðalfund og er hann þá lögmætur, ef löglega er til hans boðað.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Flutt skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
- Skoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Kosning stjórnar samkvæmt 4. grein laga.
- Kosning skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
- grein Lagabreytingar
Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins 15. september og skulu þær birtar í aðalfundarboði.
Einungis aðalfundur getur breytt lögum þessum og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða.
- grein Félagsgjöld
Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi. Tímabil árgjalds er frá upphafi aðalfundar að upphafi næsta aðalfundar. Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.
- grein Slit félagsins
Eigi má slíta félaginu, nema það verði samþykkt á tveimur lögmætum fundum í félaginu, sem haldnir eru með minnst mánaðar millibili. Skulu þeir boðaðir á sama hátt og aðalfundur og fundarefni skýrt tekið fram í fundarboði. Verði félaginu slitið skulu skjöl þess, lausafjármunir og aðrar eignir renna til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.