Nýstofnuð Snjóflóðasamtök Íslands bjóða til málþings um snjóflóð! Nú fer að líða að vetri og ekki seinna vænna en að leiða hugann að þessu mikilvæga málefni sem snertir okkur öll.
Dagskráin verður fjölbreytt, úr öllum áttum og verður svohljóðandi:
– Kynning á nýstofnuðum snjóflóðasamtökum
– Harpa Grímsdóttir: Snjóflóðaverkefni Veðurstofunnar
– Kristín Martha Hákonardóttir: Fræðsla um varnarvirki
– Jón Páll Eyjólfsson: Snjóflóðasprengingar í Hlíðarfjalli
– Anton Berg Carrasco: Sjónarhorn björgunarsveitarmanns
– Erla Guðný Helgadóttir: Tækifæri í snjóflóðafræðslu á Íslandi
– Nýkjörinn formaður: Kynning á vetrardagskrá snjóflóðasamtakanna
– Kynning á nýstofnuðum snjóflóðasamtökum
– Harpa Grímsdóttir: Snjóflóðaverkefni Veðurstofunnar
– Kristín Martha Hákonardóttir: Fræðsla um varnarvirki
– Jón Páll Eyjólfsson: Snjóflóðasprengingar í Hlíðarfjalli
– Anton Berg Carrasco: Sjónarhorn björgunarsveitarmanns
– Erla Guðný Helgadóttir: Tækifæri í snjóflóðafræðslu á Íslandi
– Nýkjörinn formaður: Kynning á vetrardagskrá snjóflóðasamtakanna
Við bjóðum öll velkomin, áhugafólk jafnt sem fólkið í faginu og hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Hægt verður að fylgjast með málþinginu á netinu sem verður auglýst síðar.