Hvert eru sjónarhorn viðbragðsaðilans í snjóflóðaútköllum? Anton Berg Carrasco sviðsstjóri Snjóflóðasviðs hjá Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar fer yfir það með okkur á Opnu Málþingi um Snjóflóð.
Málþingið var haldið þann 3. nóvember 2023 í húsakynnum Veðurstofunnar. Var þetta fyrsta málþing nýstofnaðra Snjóflóðasamtaka Íslands, en stofnfundur var haldinn daginn áður.