Snjóflóðasamtök Íslands

Á Íslandi glímir ótrúlega fjölbreyttur hópur við snjóflóð. M.a. arkitektar og verkfræðingar í sambandi við mannvirkjagerð, hættumatssérfræðingar og starfsfólk sveitafélaga við skipulagsgerð. Sérfræðingar á snjóflóðavakt, snjóathugunarmenn, starfsfólk almannavarna og lögreglu. Leiðsögumenn í vetrarferðum hvort sem það er á skíðum, vélsleðum, þyrlum, snjótroðurum eða tveimur jafnfljótum. Starfsfólk skíðasvæða, snjóruðningsfólk, björgunarsveitarfólk, aðgerðarstjórnendur, þjálfarar snjóflóðahunda. Og svo lengi mætti telja.

Vorið 2023 komu saman fulltrúar frá Veðurstofunni, Vegagerðinni, Félagi Fjallaleiðsögumanna, Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og Samtökum Skíðasvæða. Tilgangurinn var að stofna samtök með það markmið að búa til samráðsvettvang fyrir málefni tengd snjóflóðum. Fyrirmynd að slíkum samtökum kemur erlendis frá en Íslendingar hafa tekið þátt í öðrum landssamtökum s.s. Norsk Skredfaglig ForeningCanadian Avalanche Association og American Avalanche Association.

Þann 2. nóvember 2023 var haldin stofnfundur Snjóflóðasamtaka Íslands í fundarsal Veðurstofu Íslands.

Ef þú starfar við snjóflóð, hvort sem það er launað starf eða í sjálfboðavinnu og hefur áhuga á að taka þátt í ört vaxandi samfélagi smelltu þá á hlekkinn hér fyrir ofan til að sækja um aðild.